Merkingar fyrir sundlaugar

Skiltagerðin framleiðir öll skilti og merkingar fyrir íþróttamiðstöðvar, hvort sem er innandyra eða utan.

Öryggi

Frá og með 1. janúar 2010 er skylda skv. reglugerð (nr. 814/2010) að merkja greinilega ýmsa þætti er varða öryggi og slysahættu, s.s. hitastig í setlaugum, þegar dýpi lauga er minna en 1,2 m eða yfir 3,0 m, hættu við dýfingar, hálku á laugarbökkum og annað það sem nauðsynlegt þykir vegna öryggis og slysahættu sundgesta.

Ástæða er til að benda á að stöðluð öryggismerki koma ekki í stað góðra verklagsreglna, leiðbeininga, annarra slysavarna og þjálfunar starfsfólks.

Eftirfarandi merki eiga að vera til staðar:

  • Yfirlitskort  af helstu aðstöðu, svo sem búningsklefar, sturtur, baðstofa, neyðarútgangar, staðsetning heitra potta og lauga sem og hvar dýfingar eru bannaðar.
  • Öryggisreglur – sem rekstraraðili setur til að stuðla að öryggi gesta og segja til dæmis til um leyfilega hegðun gesta og aldurstakmark barna.
  • Að gestir skuli þvo sér án sundfata áður en farið er í laug.
  • Hitastig vatns í pottum.
  • Dýpi laugar.
  • Tilgreint  á laugarbakka hvar botn hallar bratt, eða ef jafnt hallandi botn, þá við miðja langhlið.
  • Reglur í vatnsrennibraut.
  • Hálkuviðvörun.
 
/Tekið af vef umhverfisstofnunar/